7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Vefverslun vikunnar: Fallegar gjafavörur og húsgögn í úrvali

Skyldulesning


Vogue fyrir heimilið

Í Vogue fyrir heimilið eru allar hillur hlaðnar fallegri gjafavöru og munum til heimilisins á sanngjörnu verði sem færu vel í jólapakkann. Þar er hægt að versla allan sólarhringinn í gegnum netverslunina vogue.is og fá sent frítt heim að dyrum sé keypt fyrir 15.000 krónur og meira. Vogue fyrir heimilið er Vefverslun vikunnar á Vísi.

Hröð og góð þjónusta

„Það er tilvalið ganga frá jólagjöfunum snemma á netinu og losna við biðraðir. Hjá okkur er hægt að finna eitthvað fyrir alla,“ segir Steinn hjá Vogue fyrir heimilið.

„Við leggjum áherslu á hraða og góða þjónustu og afhendum vöruna á skömmum tíma. Eins er auðsótt mál ef fólk vill skipta vörum, til dæmis í annan lit. Það er líka um að gera að nýta sér vefverslunina til að kynna sér vörurnar vel áður en fólk kemur í verslunina til að prófa, til dæmis þegar kaupa á stærri húsgögn eins og rúm sem þarf að máta. Ef fólk er búið að kynna sér málin vel á heimasíðunni og veit hvaða rúm það ætlar að prófa þarf það ekki að eyða löngum tíma í búðinni,“

Dúndur tilboð á Svörtum föstudegi

„Við bjóðum 30% afslátt af rúmum, hægindastólum og sófum á Svörtum föstudegi. Þess má sérstaklega geta að vinsælasti hægindastóllinn okkar, Wizar, sem Íslendingar fá ekki nóg af verður á þessum afslætti núna.

Ástæða þess að við getum veitt svo góðan afslátt er að þeir framleiðendur sem við erum í samvinnu við eru með okkur í liði og koma til móts við okkur sérstaklega fyrir Svartan föstudag.“

Steinn segir netverslunina hafa stóraukist í takt við samkomutakmarkanir undanfarinna mánaða. Hjá Vogue fyrir heimilið sé haldið sérstaklega vel utan um netverslunina og vöruúrvalið. „Við höfum aldrei séð annað eins, við höfum aukið við stöðugildi í vefverslun og bætum stöðugt við nýjum vörum. Við uppfærum síðuna mjög ört og pössum að úrvalið sé ávallt sem best. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta sér þægindi netverslunar fyrir jólin.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir