0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Veiddu kassa sem fór í sjóinn fyrir þremur árum

Skyldulesning

Það hljóta að þykja góð aflabrögð að geta veitt kassa …

Það hljóta að þykja góð aflabrögð að geta veitt kassa sem varð eftir á strandveiðum fyrir rúmum þremur árum.

Ljósmynd/Áhöfnin á Guðmundi Jenssyni

Þeir fiska sem róa er oft sagt, en það er svo sem ekki gefið hvað menn kunna að fá í veiðarfærin. Það voru heldur betur óvæntir endurfundir á dögunum þegar áhöfninni á Guðmundi Jenssyni SH tókst að fá í voðina kassa sem skipstjórinn virðist hafa misst í sjóinn á strandveiðum sumarið 2017.

Fjölbreytt líf var farið að grassera í kassanum.

Fjölbreytt líf var farið að grassera í kassanum.

Ljósmynd/Áhöfnin á Guðmundi Jenssyni

„Það var strandveiðisumarið árið 2017 þegar skiptastjóri vor var að kippa í Breiðafirðinum fallega á 28 mílunum þegar hann missti þennan fallega kassa í sjóinn. Líklegast heyrt af einhverju mokfiskeríi vestar og verið að drífa sig svona allsvakalega að hann gleymdi að taka kassann inn!“ segir í færslu á Facebook-síðu áhafnarinnar á miðvikudag.

„Það er svo núna rétt í þessu sem að hann veiðir hann í voðina á Snaganum svokölluðum, þremur árum seinna.“

Guðmundur Jensson SH 717.

Guðmundur Jensson SH 717.

Alfons Finnsson

Innlendar Fréttir