Veikur Teitur kom ekkert við sögu í tapi Flens­burg – Vísir

0
102

Veikur Teitur kom ekkert við sögu í tapi Flens­burg Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 13:41

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Teitur Örn Einars­son, kom ekkert við sögu í tapi Flens­burg gegn Fusche Berlin í þýsku úr­vals­deildinni í dag.

Teitur hefur verið að glíma við maga­kveisu og var því fjarri góðu gamni í dag þegar að Flens­burg laut í lægra haldi fyrir Fusche Berlin í toppslag í þýsku úr­vals­deildinni.

Leiknum lauk með nokkuð öruggum 37-33 sigri Fusche Berlin sem jafnar því topp­lið Kiel og Mag­deburg að stigum.

Kiel á hins vegar leik til góða á bæði þessi lið og getur með sigri gegn Bur­gdorf setið eitt í fyrsta sæti deildarinnar.

Tap Flens­burg gerir það hins vegar að verkum að liðið situr í 4.sæti deildarinnar og fjórum stigum á eftir þessum efstu þremur liðum með 41 stig.