6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Veiran: Efnahagsleg endurreisn getur tekið mörg ár

Skyldulesning

Föstudagur, 27. nóvember 2020

Fækki smitum í nokkra daga grípur um sig mikil bjartsýni meðal fólks – og svo kemur bakslagið, þegar þeim fjölgar á ný. Þetta hefur endurtekið sig aftur og aftur á undanförnum mánuðum og er sennilega til marks um þá þreytu, sem komin er í fólk, sem er skiljanleg. Líklega er það skortur á samskiptum, sem kemur verst við fólk.

En þótt baráttunni við veiruna sjálfa sé enn ekki lokið má búast við að efnahagslegar afleiðingar hennar komist meir og meir í sviðsljósið. Í Bretlandi eru nú spádómar um að þar taki efnahagsleg endurreisn næstu fimm ár.

Kostnaður vegna veirunnar verður mikill, þegar upp er staðið og hann snýst ekki bara um opinbera aðila. Það mun taka þau fyrirtæki, sem verst fara fjárhagslega út úr þessum faraldri mörg ár að ná sér á strik. Það á auðvitað fyrst og fremst við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.

En þann kostnað, sem fellur á sameiginlega sjóði verður að borga. Og hann verður ekki borgaður með lántökum, heldur annars vegar með auknum tekjum bæði ríkis og sveitarfélaga og hins vegar með niðurskurði á óþarfa útgjöldum þeirra aðila.

Ekki er ólíklegt að átökin á hinum pólitíska vettvangi næstu árin muni snúast um það hvernig það verði gert.

Taki vinstri stjórn við að kosningum loknum, sem vísbendingar eru um, mun slík stjórn leitast við að láta „breiðu bökin“ taka þann kostnað á sig að töluverðu leyti.

Kannski munu víglínurnar í næstu kosningum markast af þeim átökum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir