2 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“

Skyldulesning

Innlent

Alma Möller landlæknir. 
Alma Möller landlæknir. 
Vísir/Vilhelm

Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. Tvennt þurfi til, mjög smitandi einstakling eða einstaklinga og aðstæður sem gera það að verkum að veiran getur dreift sér. Á Landakoti sé mikið um þrengsli, húsnæðið erfitt og loftræsting lítil sem engin.

„Það er auðvitað alvarlegt í ljósi þess að veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu,“ segir Alma.

Hún segir embætti landlæknis hafa borist formleg tilkynning um alvarlegt atvik frá Landspítalanum. Embættið muni í kjölfarið rannsaka þennan atburð til að finna skýringar og læra af því til að hindra að svona gerist aftur. Teymi sérfræðinga í atvikum og sóttvörnum muni fara yfir málið.


Tengdar fréttir


Þá væri markmiðið með rannsókn á atvikinu ekki að leita að sökudólgi heldur finna leiðir til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig.


„Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir