0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Veiran veldur önnum hjá Póstinum

Skyldulesning

Tafir á póstsendingum til og frá landinu hafa valdið því …

Tafir á póstsendingum til og frá landinu hafa valdið því að fleiri leita til íslenskra verslana.

mbl.is/Árni Sæberg

Miklar annir eru nú hjá Póstinum vegna aukinnar netverslunar á síðari hluta ársins en samkomutakmarkanir hafa ýtt mjög undir kaup á netinu.

Tafir á póstsendingum til og frá landinu hafa valdið því að fleiri leita til íslenskra verslana. Í október fjölgaði innlendum pakkasendingum um 54% á milli ára.

Á sama tíma fækkaði pakkasendingum að utan um 25%. Heildarpakkamagn jókst í kringum 20% milli ára í október.

Innlendar Fréttir