2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Veiran virðist hafa áhrif á heyrnina

Skyldulesning

Ellisif Katrín Björnsdóttir.

Ellisif Katrín Björnsdóttir.

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Svo virðist sem kórónuveiran hafi áhrif á heyrn fólks. Af þeim sökum er mælt með því við smitaða einstaklinga að fara í heyrnarmælingu þegar bata hefur verið náð. Þetta segir Ellisif Katrín Björnsdóttir, löggiltur heyrnarfræðingur hjá Heyrn.

Að hennar sögn er gríðarlega mikilvægt að viðkomandi séu mældir. „Þar sem veiran virðist hafa áhrif á heyrnina ættu allir sem veikst hafa að láta heyrnargreina sig. Þá ættu þeir sem eru með heyrnartæki og hafa veikst að láta greina sig og endurstilla tækin,“ segir Ellisif og bætir við að veiran geti haft áhrif á alla skynjun. Það eigi ekki einungis við um bragð- og lyktarskyn.

„Miðað við það sem hefur komið fram til þessa virðist veiran einnig hafa áhrif á heyrnina,“ segir Ellisif, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir