-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Veirufræði

Skyldulesning

Þriðjudagur, 1. desember 2020

Veirufræði

Nú er ég enginn veirufræðingur (eða loftslagsvísindamaður, hagfræðingur, stjórnmálamaður eða bankamaður) en læt alltaf koma mér á óvart hvað þarf lítið til til að vita miklu meira en blaðamenn um hitt og þetta. Bara með því að lesa nokkrar greinar, horfa á nokkur myndbönd, blaða aðeins í gegnum efni á Google Scholar og leita á leitarvélum sem hafa ekki forritað í burtu allar safaríkustu leitarniðurstöðurnar tekur í raun enga stund að kynna sér ýmis mál.

Þegar það er búið tekur svo við furða mín á öllum þeim spurningum sem blaðamenn spyrja ekki.

Til dæmis hefur að því ég best veit ekki verið nokkuð talað um árstíðarsveiflur í veirusmitum sem leiða til COVID-19, sem er raunar stórfurðulegt. Hér er lítil grein um efnið (en fyrir þá sem vilja vita miklu meira get ég mælt með myndböndum Ivor Cummins á Youtube).

Greinin er með auðskiljanlegan titil: Potential impact of seasonal forcing on a SARS-CoV-2 pandemic

Ég ætla að spara smáatriðin og koma mér beint í ályktanir, meðal annars (en ekki eingöngu) byggðar á greininni:

  • Sóttvarnaraðgerðir í Evrópu og norðurhluta heimsins í vor voru ekki ástæða þess að veirusmitum fækkaði í sumar. Ástæða fækkandi veirusmita var einfaldlega hlýnandi veðurfar sem er veirunni óhagstætt
  • Smit fóru ekki á flug í haust vegna þess að fólk slakaði of mikið á. Veðurfar fór kólnandi sem er veirunni hagstætt
  • Veirusmit munu ekki falla mikið á næstu 1-2 mánuðum vegna sóttvarnaraðgerða heldur vegna þess að þau hafa einfaldlega náð til margra
  • Með því að hægja um of á smitum með fletjun samfélagins er verið að lengja veirutímabilið, ekki stöðva það
  • Með því að lengja veirutímabilið aukast líkurnar á því að vernd á þeim öldruðu og öðrum með veikt ónæmiskerfi mistakist og þar með er verið að auka líkurnar á því að þeir öldruðu eða aðrir með veikt ónæmiskerfi fái veiruna

En ætli það sé þorandi að stinga upp á öðrum flötum málsins en fjölda smita? Nei, ætli það.


Innlendar Fréttir