-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Veirutímar: Misvísandi upplýsingar hættulegar

Skyldulesning

Þriðjudagur, 22. desember 2020

Eitt af því bezta sem gert hefur verið hér á veirutímum eru reglulegir upplýsingafundir svonefnds þríeykis eða staðgengla þeirra. Þeir upplýsingafundir hafa tryggt almennir borgarar hafa haft aðgang að réttum upplýsingum um stöðu mála.

Og einmitt þess vegna hefur það vakið athygli síðustu daga hvað margt hefur verið á reiki um bóluefni og aðgang okkar Íslendinga að þeim. 

Sú staða virtist skýrast í gær en eftir stendur sú spurning, hvað hafi valdið misvísandi upplýsingum, sem hafa augljóslega dregið úr trausti til stjórnvalda.

Þess vegna væri ráðlegt fyrir stjórnvöld að upplýsa einfaldlega hvað hafi valdið því, sem sumir kalla „upplýsingaóreiðu“.

Hafi einhverjar „uppákomur“ orðið innan stjórnkerfisins vegna bóluefna eiga almennir borgarar rétt á að vita af hverju þær hafa stafað.

Innlendar Fréttir