2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Veit ekkert af hverju markið stóð ekki

Skyldulesning

Jür­gen Klopp heilsar upp á Trent Alexander-Arnold eftir leik.

Jür­gen Klopp heilsar upp á Trent Alexander-Arnold eftir leik.

AFP

„Þetta var risastór sigur,“ sagði Jür­gen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC eftir 2:1-sigurinn á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma, en sigurinn var sá fyrsti hjá Liverpool á Anfield eftir sex tapleiki í röð á heimavelli. „Við þurftum á þessum sigri að halda og þetta voru stór þrjú stig.“

Diogo Jota skoraði í stöðunni 1:0 fyrir Aston Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu sem var vægast sagt tæp. „Við skoruðum mark sem var dæmt af og ég veit ekkert af hverju. Við skildum ekkert í hálfleik,“ sagði þýski stjórinn, sem hrósaði Alexander-Arnold í hástert eftir leik.

„Hann er búinn að spila tvisvar gríðarlega vel á síðustu tíu dögum og hann skoraði sigurmarkið í dag,“ sagði hann. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir