-2 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Veita engin ný leyfi til olíuleitar

Skyldulesning

Erlent

Olíuborpallar fá að starfa áfram til 2050.
Olíuborpallar fá að starfa áfram til 2050.
Getty/Kristian Buus

Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega.

Auk þess að ákveða að hætta leyfisveitingum samþykkti þingið að hætta allri olíuvinnslu fyrir árið 2050. Þannig fá þeir 55 olíu- og gasborpallar sem Danir reka að starfa áfram næstu áratugina.

Danska ríkisútvarpið hafði eftir Dan Jørgensen loftslagsmálaráðherra að nú séu Danir að binda enda á tíma jarðefnaeldsneytis. Ákvörðunin sé söguleg og þar sem Danir séu stærsta olíuríki Evrópusambandsins vonist ríkisstjórnin til þess að hafa jákvæð áhrif á aðra.

Breska blaðið The Guardian hafði eftir Helene Hagel hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace í Danmörku að nú gætu Danir skapað sér sérstöðu á sviði umhverfismála. Um væri að ræða meiriháttar sigur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Danir hafa aflað um 541 milljarðs danskra króna frá því þeir hófu olíuvinnslu í Norðursjó árið 1972, andvirði um 11 þúsund milljarða íslenskra króna. Ekki er búist við því að ríkið tapi miklum tekjum á því að veita engin ný leyfi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir