0 C
Grindavik
9. mars, 2021

Veitinga­staðir og barir loki og elstu grunn­skóla­börnin send heim

Skyldulesning

Danska ríkisstjórnin mun kynna hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og eldri stigum, heim í snemmbúið jólafrí. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka.

TV2 hefur þetta eftir fjölda ónafngreindra heimildarmanna, en aðgerðirnar munu ná til alls 38 sveitarfélaga í landinu, þar á meðal Kaupmannahafnar, Árósa, Óðinsvéa, auk fjölda sveitarfélaga í grennd við höfuðborgina og annars staðar á Sjálandi.

Ekki liggur fyrir hvað takmarkanirnar munu standa lengi, en Ritzau segir að þær muni taka gildi á miðvikudag.

Þá segir að enn fleiri starfsmenn hins opinbera verði nú gert að sinna vinnu að heiman.


Tengdar fréttir


Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir