4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Veitt aðstoð við að sækja nauðsynjar

Skyldulesning

Aurskriður féllu á byggð á Seyðisfirði í gær.

Aurskriður féllu á byggð á Seyðisfirði í gær.

Ljósmynd Diljá Jónsdóttir

Ekki hafa fallið fleiri aurskriður á byggð á Seyðisfirði í nótt en hættuástandi var lýst yfir í bænum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Á annað hundrað íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín í gær og gistu þeir hjá vinum og ættingjum í nótt. Áfram er spáð úrkomu á Austfjörðum.

Enginn gisti í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Seyðisfirði í nótt en hún verður opin í dag þannig að fólk getur leitað þangað eftir aðstoð og upplýsingum. Eins ef fólk, sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín, þarf að sækja nauðsynjar þá verður veitt aðstoð við það.

Kristján Ólaf­ur Guðna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, segir að í birtingu verði aðstæður skoðaðar. Ekki liggur fyrir hversu lengi hættuástandið varir en ólíklegt er að það breytist á meðan úrkoman er jafn mikil og raun ber vitni.

Um 50 hús voru rýmd und­ir Botna­brún í gær. Hús­in voru rýmd að skriður tóku að falla úr hlíðinni síðdeg­is í gær. Síðan hafa fleiri skriður fallið sem meðal ann­ars hafa náð niður í garða í efri hluta bæj­ar­ins á svæðum sem voru rýmd. Jarðveg­ur í neðri hluta hlíða er orðinn vatns­mettaður eft­ir mikl­ar rign­ing­ar síðustu vikuna og spáð er áfram­hald­andi NA-átt með úr­komu sem verður lík­lega að mestu snjó­koma til fjalla.

Um 120 manns yf­ir­gáfu heim­ili sín í gær og enn er tal­in hætta á skriðuföll­um. Gripið var til þess­ara aðgerða til þess að draga úr lík­um á slys­um á fólki en enn má bú­ast við eigna­tjóni. Enn geng­ur aur úr skriðusár­inu í Botn­um sem hef­ur náð inn í bæ­inn. Skriða féll síðast rétt um tíu­leytið í gær­kvöldi en ekki er talið að hún hafi valdið mikl­um skemmd­um.

Óvissu­stigi vegna skriðuhættu var lýst yfir á Aust­fjörðum í gær og er enn í gildi. Auk Seyðisfjarðar hafa fallið skriður neðarlega í hlíðum á Eskif­irði og við ut­an­verðan Fá­skrúðsfjörð. Kristján segir að áfram verði fylgst vel með á þessum stöðum. 

Innlendar Fréttir