5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Veitur í viðbragðsstöðu fram yfir helgi

Skyldulesning

Það verður ískalt um helgina.

Það verður ískalt um helgina.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er algengt að Veitur grípi til viðbragðsáætlunar í rekstri hitaveitunnar líkt og næstu daga en spár gera ráð fyrir mesta kuldakasti á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013. Útlit er fyrir að rennsli heitavatns fari yfir viðmiðunarmörk og því hefur viðbragðsáætlun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi verið virkjuð.

Guðmundur Óli Gunnarsson, starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna, segir að síðast hafi verið gripið til þessarar viðbragðsáætlunar um svipað leyti á síðasta ári. Ekki sé þó um „hefðbundinn“ viðburð að ræða.

Rúmlega tíu stiga frost var í Reykjavík í byrjun desember 2013 en einnig nokkur vindhraði. Áhrif vindkælingar gerðu það að verkum frostið jafngilti 18 gráðum.

Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu náði 16.000 rúm­metr­um á klukku­stund um klukkan hálf níu föstudaginn 6. desember fyrir sjö árum. Afl þeirr­ar orku sem hita­veit­an var þá að flytja svar­ar til um 930 mega­vatta. Það slag­ar hátt í sam­an­lagt afl Kára­hnjúka­virkj­un­ar og Búr­fells­virkj­un­ar

Ti samanburðar var rennsli, þegar hiti var nokkrum gráðum yfir frostmarki, um 10.000 tonn á hverri klukkustund.

„Það sem við getum öll gert til að spara heitt vatn er að stilla húskerfi rétt þannig að ofnar séu heitir að ofan en kaldir að neðan. Við getum frestað því að nota heita potta akkúrat í kuldakasti. Það hefur mikið að segja,“ segir Guðmundur Óli.

Fólk er hvatt til að gera eft­ir­far­andi:

  • Hafa glugga lokaða.
  • Hafa úti­dyr ekki opn­ar leng­ur en þörf kref­ur.
  • Láta ekki renna í heita potta.
  • Stilla ofna svo þeir séu heit­ir að ofan en kald­ir að neðan
  • Var­ast að byrgja ofna, t.d. með síðum glugga­tjöld­um eða hús­gögn­um
  • Minnka þrýst­ing á snjó­bræðslu­kerf­um

Guðmundur Óli segir Veitur fá nákvæmar spár frá nokkrum spákortum og því sé kuldinn um helgina nokkuð potþéttur.

Viðbragðsáætlunin mun gilda á meðan Veitur eru yfir rennslismörkum. Guðmundur Óli gerir ráð fyrir því að það verði frá föstudegi og alveg fram á sunnudag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir