0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Vel þreyttur og pirraður Messi eftir langt flug

Skyldulesning

Lionel Messi leikmaður Barcelona virðist ekkert sérstaklega sáttur hjá félaginu ef marka má orð hans við heimkomu í nótt.

Messi snéri aftur til Katalóníu í gær eftir verkefni með Argentínu, eftir 15 tíma flug biðu tollverðir eftir honum. Messi hafði ekki gaman af því.

Fyrr um daginn hafði fyrrum umboðsmaður Antoine Griezmann sagt að Messi væri með félagið í heljargreipum og að hann væri einræðisherra hjá félaginu.

„Ég er orðinn þreyttur á því að vera alltaf stærsta vandamál félagsins,“ sagði Lionel Messi þegar hann kom til Barcelona í nótt.

Messi vildi ólmur losna frá Barcelona í sumar en fékk þá ósk sína ekki uppfyllta. Hann var svo enn pirraðri á því að þurfa að láta tollverði skoða allt sem hann kom með frá Argentínu.

„Ég kem hingað eftir 15 klukkustunda flug og það bíða mín tollverðir, þetta er bara rugl.“

Innlendar Fréttir