Velferðarkaffi – fundur ofbeldisvarnarnefndar og velferðarráðs Reykjavíkurborgar hefst klukkan 8.45 en þar verður fjallað um fatlað fólk og ofbeldi gegn því.
Hægt verður að fylgjast með streymi hér:
Dagskrá:
- Aðgerðir Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks.
Arne Friðrik Karlsson, verkefnisstjóri hjá velferðarsviði. - Ofbeldismál frá sjónarhóli réttindagæslunnar. Eðli mála og tölfræði.
Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. - Fatlaðar konur og ofbeldi. Hvað þarf að gera og hver er okkar ábyrgð?
Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknarsetri HÍ í fötlunarfræðum. - Ég hef oft upplifað ofbeldi af því að ég er fötluð kona. Kynning á bæklingi.
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, aktívisti, sjónvarpskona og starfskona á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. - Umræður
Fundarstjóri verður Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs.