1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Velferðin byggist á upplýsingum

Skyldulesning

Rósbjörg Jónsdóttir.

Rósbjörg Jónsdóttir.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Framfaravogin er mikilvægur vegvísir sem hjálpar til við að byggja upp samfélög velferðar. Þetta snýst um fólk, þarfir þess, óskir og tækifæri,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir hjá Cognitio ehf.

Fyrirtækið starfar með Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi, sem gefur út vísitölu félagslegra framfara fyrir 160 þjóðir. Útkoman er Framfaravogin 2020 sem nú er gefin út í þriðja sinn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gerð var rannsókn á félagslegum þáttum í þremur sveitarfélögum, Kópavogi, Reykjanesbæ og Árborg. Niðurstöður byggjast á 55 vísum sem falla undir þrjá liði; grunnþarfir, velferð og tækifæri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir