Verð á slægðri ýsu 25% minna en í ágúst

0
4

Verð á slægðri ýsu var aðeins 101,2 krónur á kíló á fiskmörkuðum í gær. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Meðalverð á slægðri ýsu hefur farið lækkandi á fiskmörkuðum og náði það lágpunkti í gær þegar það féll í 101,65 krónur á kíló þegar 9,5 tonn voru seld. Er þetta lægsta meðalverð frá upphafi fiskveiðiársins 23/24 sem hófst 1. september.

Þetta má lesa úr gögnum Reiknistofu fiskmarkaða.

Það sem af er nóvember hefur meðalverð á slægðri ýsu verið 188,2 krónur á kíló og er það um 20% lægra meðalverð en fékkst í október þegar það nam 235,5 krónum. Í september nam meðalverðið 214 krónum en síðasta mánuð síðasta fiskveiðiárs, s.s. ágúst, var meðalverð 250 krónur á kíló og er því verð í nóvember fjórðungi minna en í ágúst.

Hæsta meðalverð slægðrar ýsu sem fengist hefur frá upphafi fiskveiðiárs 23/24 var 16. október þegar fengust 285,2 krónur á kíló.