1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Verða í auknu mæli fyrir áreiti og hótunum

Skyldulesning

Konur í framlínustörfum á tímum Covid-19 verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands.

„Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og það á tímum kórónuveirufaraldursins, með tilheyrandi nýjum og ýktari birtingarmyndum ofbeldis gegn konum. Á heimsvísu má greina óhugnanlega aukningu á ofbeldi í nánum samböndum og stafrænni kynferðislegri áreitni sem tengist því hversu margar konur eru bundnar heima við vegna samkomutakmarkanna og útgöngubanna. UN Women hafa nefnt þetta skuggafaraldur kórónuveirunnar.

Verkalýðshreyfingin hefur bent á að konur eru meirihluti þeirra sem starfa í svokölluðum framlínustörfum á tímum veirunnar, þ.e. starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslu, þjónustu og verslun, þar sem þær verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum.“ segir í tilkynningu.

Mynd úr safni.

Mynd úr safni.

AFP

Alþýðusamband Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af neikvæðum áhrifum kórónuveirunnar á kynjajafnrétti enda hefur Ísland ekki farið varhluta af skuggafaraldrinum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu aldrei verið fleiri en nú í ár samanborið við fyrri ár.

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) kallar eftir því að ríki fullgildi samþykkt nr. 190 sem þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) samþykkti. Henni er ætlað að vernda fólk gegn ofbeldi og áreitni í öllum myndum í heimi vinnunnar. Í samþykktinni er notast við víða skilgreiningu á „heimi vinnunnar“ með tilliti til þess að í dag fer vinna ekki alltaf fram á eiginlegum vinnustað. Skilgreiningin nær meðal annars yfir ofbeldi og áreitni í vinnutengdum ferðalögum, á leið í og úr vinnu, í húsnæði sem atvinnurekandi útvegar eða í vinnutengdum samskiptum, meðal annars þeim sem fara fram með hjálp upplýsinga- og samskiptatækni.

ASÍ tók þátt í gerð samþykktar nr. 190 um ofbeldi í heimi vinnunnar og skorar á stjórnvöld að vinna markvisst að því að hún verði staðfest af Íslands hálfu sem allra fyrst að því er segir í tilkynningu ASÍ.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir