5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Verða jaðaríþróttir í Toppstöðinni?

Skyldulesning

Toppstöðin. Svona gæti húsið litið út að loknum endurbótum á …

Toppstöðin. Svona gæti húsið litið út að loknum endurbótum á því.

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi tillögu borgarstjóra þess efnis að gerð verði viljayfirlýsing við áhugasama fjárfesta sem hyggjast endurnýja, byggja upp og mæta þörfum fjölbreyttra jaðaríþrótta í Toppstöðinni í Elliðaárdal.

Reykjavíkurborg auglýsti á dögunum eftir hugmyndum um nýtingu og endurgerð Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal. Fram kemur í greinargerð að í kjölfarið hafi borginni borist erindi fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja fram eigin fé og lánsfé til að umbreyta húsnæðinu í fjölbreytta miðstöð jaðaríþrótta í borginni, þ.m.t. aðstöðu fyrir klifur, hjólreiðar, keilu, bretti o.fl.

Lagt er til að gerð verði viljayfirlýsing um verkefnið til að viðkomandi aðilar geti fullkannað fjármögnun og leigusamninga við aðila og félög tengd jaðaríþróttum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir