-4 C
Grindavik
4. desember, 2020

Verðum af þremur milljörðum vegna óunnins eldislax

Skyldulesning

Með í reikninginn – hjartaáföll

Einn dag fyrir átta árummeð eimskipi tók ég far.Nú man ég því miður ekkihver meining ferðalagsins var. En einhverra orsaka vegnaað endingu landi...

Töluverðu magni af eldislaxi hefur verið selt óunnið úr landi. …

Töluverðu magni af eldislaxi hefur verið selt óunnið úr landi. Talið er að hægt yrði að auka verðmætaaukninguna um 8 til 10% ef nýting afurðarinnar yrði jafn mikil og í hvítfiski.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Verulegir hagsmunir eru í húfi fyrir Íslendinga að auka vinnslu á eldislaxinum hér á landi, að því er fram kemur í nýtti greiningu Íslenska sjávarklasans. „Miðað við 50 milljarða útflutning á laxi hérlendis má […] gera ráð fyrir því að aukningin geti numið tæpum 3 milljörðum króna.“

Í greiningunni er vísað til nýlegrar athugunar Stirling háskóla í Skotlandi um tækifæri til fullvinnslu í skosku fiskeldi, en þar segir meðal annars að nýting hliðarafurða laxins getur aukið útflutningsvirði laxaafurða um að minnsta kosti 5,5%.

„Miðað við tölur um fullvinnslu hliðarafurða úr hvítfiski hérlendis má vel gera ráð fyrir því að sams konar þróun í laxi geti þýtt verðmætaaukningu sem nemur 8-10% og fjölgað um leið áhugaverðum störfum víða um land við vinnslu, vinnslutækni, vöruþróun og rannsóknir, markaðsetningu og sölu,“ segir í greiningunni.

Í fremstu röð innan fimm til sjö ára

Talin eru til staðar umfangsmikil tækifæri í betri nýtingu á laxi og er vísað til árangur íslenska sjávarútvegsins á sviði nýtingu hvítfisks. „Íslendingar nýta tæplega 75-80% þorsksins en aðrar þjóðir nýta um 45-56%. Þrátt fyrir að útflutningur á óunnum þorski hafi aukist umtalsvert á þessu ári eru Íslendingar enn með afgerandi forystu í fullvinnslu þorsks þegar á heildina er litið.“

Þór Sigfússon.

„Öll virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi, sem þróast hefur í áranna rás, getur nýst meira eða minna í áframhaldandi vinnu við fullnýtingu aukaafurða úr laxinum,“ segir Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans. „Hér standa Íslendingar mun betur að vígi en ýmis önnur lönd sem aukið hafa fiskeldi á undanförnum árum.  Frá því slátrun á sér stað getur öll íslenskan virðiskeðjan nýst til að auka gæði afurða, koma afurðunum sem fyrst á markað og nýta betur þær hliðarafurðir sem til verða.“

Sjávarklasinn telur raunhæft að innan fimm til sjö ára verði Ísland komið í fremstu röð í þróun í nýtingu laxins.  En forsenda þess er að rannsóknarsjóðir og rannsóknarstofnanir sem geta lagt grunn að þekkingaröflun á þessu sviði verði efldar. Þá þurfi að virkja fjárfesta- og frumkvöðlaumhverfið og hvetja eldisfyrirtæki til að setja sér markmið um sérstöðu íslenska laxins og fullnýtingu hans.

Láta reyna á vinnslu

Um langt skeið hefur eldislax frá Íslandi og Noregi verið seldur í miklu magni á erlenda markaði slægður en að öðru leiti óunninn. Þá var nýverið sagt frá því að norskt sölufyrirtæki mun annast sölu á íslenskum eldislaxi frá þremur hérlendum eldisfyrirtækjum, en undir eigin vörumerki.

Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði hefur hins vegar hafið vinnslu á laxaafurðum sem framleiddar eru af Arnarlaxi og Arctic Fish á Vestfjörðum, en til þess þurfti fyrirtækið að fjárfesta í nýjum vinnslulínum.

„Gera má ráð fyrir því að bæði staðsetning fyrirtækisins nálægt eldisfyrirtækjum og fyrsta flokks vinnslutækni hafi ráðið miklu um að eldisfyrirtækin sýndu áhuga á samstarfi. Auk þess má gera ráð fyrir því að nálægð og þekking okkar við mörkuðum í Norður Ameríku og gott flutninganet hafi haft þarna mikil áhrif,“ segir í greinargerðinni.

Norðmenn vilja hagstæðari tollakjör

Robert Eriksson, framkvæmdastjóri samtaka norskra fiskvinnslufyrirtækja (Sjømatbedriftene), segir í aðsendri grein í sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet í dag að það sé mikilvægt að móta framtíðarstefnu sem mun stuðla að aukinni vinnslu þar í landi.

En nútímalegar virðiskeðjur, sölu- og flutningaleiðir hafa ásamt bættri tækni á sviði hitastýringu hefur gert vinnslu erlendis hagkvæman kost, að sögn Eriksson.

Leggur hann meðal annars til að það þurfi að skapa hagstætt viðskiptaumhverfi með því að yfirvöld beiti sér fyrir lækkun tolla á unnum sjávarafurðum. „Á þessu sviði hafa bæði við í hagsmunasamtökunum og yfirvöld ekki staðið okkur í stykkinu. Ef okkur tekst betur til á þessu sviði mun það hjálpa okkur að nýta fleiri tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar í Noregi.“

Innlendar Fréttir