8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Verður ekki rekinn á næstunni

Skyldulesning

Það gengur lítið upp hjá Mikel Arteta og lærisveinum hans …

Það gengur lítið upp hjá Mikel Arteta og lærisveinum hans í Arsenal þessa dagana.

AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er öruggur í starfi þrátt fyrir dapurt gengi í upphafi tímabilsins en það er Football.London sem greinir frá þessu.

Arsenal tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærdag og eru nokkrir stuðningsmenn Arsenal farnir að kalla eftir því að Arteta verði rekinn.

Spánverjinn tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal  í desember 2019 og varð liðið enskur bikarmeistari undir stjórn hans á síðustu leiktíð.

Arsenal hefur hins vegar aðeins unnið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með 13 stig í fimmtánda sæti deildarinnar, 5 stigum frá fallsæti eftir fyrstu tólf umferðirnar.

Arteta skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið og greinir Football.London frá því að Arteta verði ekki rekinn fyrr en í fyrsta lagi eftir tímabilið.

Innlendar Fréttir