6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Verður heppnin með íslenska landsliðinu í eyðimörkinni í dag?

Skyldulesning

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli í október.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli í október.
Vísir/Vilhelm

Það kemur í ljós í dag í hvaða riðli íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í undankeppni HM 2022 en hún hefst strax í mars á næsta ári.

Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og ætti því að fá tvær sterkari þjóðir í sinn riðil.

Það er alveg öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með Ungverjalandi eða Noregi í riðli ekki frekar en Rússlandi, Írlandi, Tékklandi, Norður Írlandi, Skotlandi, Grikklandi eða Finnlandi. Þetta eru allt þjóðir sem deild þriðja styrkleikaflokknum með íslenska landsliðinu.

55 þjóðir eru í pottinum og þeim verður skipt niður í tíu riðla. Það eru aðeins fimm lið í sjötta styrkleikaflokki og því verða bara fimm lið í helmingi riðlanna. Riðlar A til E verða með fimm lið en riðlar F til J verða með sex lið.

Það eru þrettán laus sæti á HM í Katar 2022. Sigurvegarar riðlanna komast allir á HM en hin þrjú sætin verða í boði í umspili.

Liðin tíu sem lenda í öðru sæti verða í umspilinu ásamst tveimur þjóðum úr Þjóðadeildinni. Þar verða þrjú mismundandi undanúrslit þar sem fjórar þjóðir keppa um eitt laust sæti í hverjum hóp.

Drátturinn fer fram á nýja Al Bayt leikvanginum í Katar og munu þeir Daniele De Rossi og Rafael van der Vaart hjálpa til við dráttinn. Uppákoman hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma.

Það verður byrjað að draga úr fyrsta styrkleikaflokki og því verða komin tvö sterk lið í íslenska riðilinn þegar nafn Íslands kemur úr kúlunni.

Undankeppni mun fara fram frá mars til nóvember 2021 en úrslitakeppnin í Katar hefst síðan 21. nóvember 2022.

Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana þegar dregið verður í dag.

Innlendar Fréttir