7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Verkföll eigi ekki að hafa áhrif á öryggi

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Það skýtur svolítið skökku við að miðað við löggjöfina um Landhelgisgæsluna að flugvirkjar geti haft þessi áhrif á öryggi almennings,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra þar sem hún svaraði spurningum í opnu streymi á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins.

Samninganefndir flugvirkja og ríkisins funda í húsakynnum Ríkissáttasemjara en engin björgunarþyrla er til taks á landinu í dag og á morgun.

Áslaug Arna sagði að verkföll ættu ekki að hafa áhrif á öryggi almennings. 

Rætt hefur verið um að setja lögbann á verkfall flugvirkja en Áslaug sagðist hafa reifað ýmsa kosti í stöðunni en ekki sé hægt að koma í veg fyrir þyrluleysið í dag og á morgun.

Ná­ist ekki sam­komu­lag í kjara­deilu flug­virkja Land­helg­is­gæsl­unn­ar mun ekk­ert loft­f­ar Gæsl­unn­ar verða til taks eft­ir 14. des­em­ber. Fram að því verður viðbragðsget­an einnig mjög skert því ein­ung­is ein þyrla verður til­tæk og mik­il óvissa mun ríkja um loft­hæfi henn­ar.

„Það er unnið að þessu hratt og hver dagur skiptir máli,“ sagði ráðherra.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir