0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Versta byrjun Arsenal frá 1974 – „Megum ekki vorkenna okkur“

Skyldulesning

„Margir hlutir hafa farið illa hjá okkur en við höfum engan tíma til að vorkenna sjálfum okkur, við þurfum að berjast fyrir hverjum bolta fyrir liðsfélaga okkar,“ sagði Bernd Leno markmaður Arsenal eftir tap gegn Everton í ensku deildinni í gær. Þetta var sjöundi leikurinn í röð þar sem Arsenal nær ekki sigri. Þeir eru nú í 15. sæti, fjórum stigum frá fallsæti.

Sky Sports segir frá því að þetta sé versta byrjun Arsenal í ensku deildinni frá því árið 1974.

Bernd Leno segir liðið ekki þurfa að hafa áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði. Við þurfum að standa saman og vera jákvæðir, það er eina leiðin.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir