8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Vestfjarðaflug eykur tekjur um 20%

Skyldulesning

Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri Norlandair við Beechcraft B200 King Air-vél flugfélagsins.

Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri Norlandair við Beechcraft B200 King Air-vél flugfélagsins.

Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Tekjur norðlenska flugfélagsins Norlandair aukast um 20% með samningi félagsins við Vegagerðina um flug frá Reykjavík til Gjögurs og Bíldudals. 

Í samtali við ViðskiptaMoggann í dag segir Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóri félagsins að tekjur fyrirtækisins hafi síðustu ár verið í kringum einn milljarður króna á ári. Samdráttur á þessu ári vegna veirunnar nemur um 50% af tekjum. „Það var okkur mjög mikilvægt að ná samningnum um flugið á Vestfirðina, til að fá fram sveiflujöfnun í starfseminni. Eðlilega er jafnan mest að gera yfir hásumarið hjá okkur, en þetta flug styrkir okkur og færir okkur fleiri verkefni á öðrum tímum ársins. Þegar allt verður komið í eðlilegt horf eykur samningurinn tekjur okkar um 20% á ári, upp í um það bil 1.200 milljónir króna.“

Eykur leiguflug til Grænlands

Spurður um framlegðina af verkefnunum segir Friðrik að góð nýting náist á flugvélakostinn með nýja samningnum. „Væntanlega fljúgum við meira í leiguflugi frá Reykjavík til Grænlands vegna nýju starfsstöðvarinnar í Reykjavík, og náum þannig auknum samlegðaráhrifum.“

Vél Norlandair í aðflugi á Bíldudal.

Vél Norlandair í aðflugi á Bíldudal.

Ljósmynd/Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Nýverið gekk Norlandair einnig frá langtímasamningi  um flug mili Íslands og Grænlands. Spurður um þýðingu þess að ná jafn löngum samningi við Grænlendinga og raun ber vitni segir Friðrik að það sé mjög mikilvægt. Nauðsynlegt sé að vita eins langt fram í tímann hvaða verkefni eru á döfinni og kostur er, svo hægt sé að gera ráðstafanir tímanlega varðandi flugvélakaup og slíkt.

Innlendar Fréttir