1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Vest­manna­ey orðin rafmagnslaus

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 27.10.2021
| 20:38
| Uppfært

20:54

Vestmannaey VE er nú rafmagnslaust.

Ljósmynd/Síldarvinnslan

Fiskiskipið Vest­manna­ey VE, sem kviknaði í fyrr í dag, er orðið rafmagnslaust en skipið Ber­gey VE dregur það nú í land. 

Skipverji á Ber­gey-VE segir í samtali við mbl.is þetta vera það versta sem geti gerst á skipi.

„Þetta er það versta sem skeður. Það er drungalegt að verða núna og það er slökkt á öllu og allt rafmagnslaust hjá þeim. Skipið kólnar hratt og ekki hægt að elda mat.“ 

Áhöfn Ber­geyjar varð ekki vör við eld er þau komu að Vest­manna­ey. Búist er við að skipin verði komin að landi á milli tvö og þrjú í nótt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir