7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Vestmannaeyjur?

Skyldulesning

Í fjölmiðlum er mikil hreyfing á íslensku máli, sem teygir anga sína víða. Eitt afbrigðið er að breyta málvenjum í staðanöfnum, og má sem dæmi nefna þá áráttu einstakra veðurfréttamanna að bæta greini við nöfn, og í staðinn fyrir að tala um Vestfirði, Suðurland og Austfirði, þá tala þeir um Vestirðina, Suðurlandið og Austfirðina og segja að eitthvað sé svona og svona á Vestfjörðunum, Suðurlandinu, Norðvesturlandinu og Austfjörðunum. 

Ansi er ég hræddur um að Reykvíkingar og Selfyssingar myndu ekki taka því vel að talað sé um Reykjavíkina og að veðrið verði svona og svona á Selfossinum. 

Verra er að afbaka einstök orð eins og eyja, og tala í fleirtölu um eyjur, eins og gert er í viðtengdri frétt á mbl.is.  

Þá er stutt í að farið verði að tala um Vestmannaeyjur, Svefneyjur og Breiðafjarðareyjur. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir