5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Vetrarfærð og víða slæmt ferðaveður

Skyldulesning

Veginum um Bröttubrekku hefur verið lokað vegna veðurs.

Veginum um Bröttubrekku hefur verið lokað vegna veðurs.

Ljósmynd/Vegagerðin

Vetrarfærð er á landinu og frekar slæmt ferðaveður á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veðurstofan er með gular viðvaranir í gildi fyrir flest svæði landsins í dag en auk þess tekur appelsínugul viðvörun gildi á Suðausturlandi síðdegis.

Á Vesturlandi er ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst á sunnanverðu Snæfellsnesi og flughálka á kafla fyrir austan Arnarstapa. Holtavöruheiði er lokuð og hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Það er hálka, snjóþekja á vegum, éljagangur og víða skafrenningur á Vestfjörðum. Ófært á Klettshálsi, Dynjandisheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þungfært er norður í Árneshrepp. Auk þess er óvissustig í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur eða skafrenningur. Snjóþekja og stórhríð er á Vatnsskarði. Veginum um Þverárfjall er lokað vegna óveðurs og þá er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla

Hálka er einnig á flestum leiðum á Austurlandi. Búið er að loka Öxi og Breiðdalsheiði er ófær.

Á Suðurlandi og Suðausturlandi er víða hálka en einhverjir kaflar þó greiðfærir. Hálka er á Hellisheiði og Mosfellsheiði og mjög hvasst á Kjalarnesi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir