2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Vetrarfærð víða um land

Skyldulesning

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og á höfuðborgarsvæðinu eru hálkublettir á flestum leiðum. Unnið hefur verið að hreinsun og söltun gatna og stíga frá því í nótt í Reykjavík og ættu flestir að komast leiðar sinnar í morgunsárið.

Það er hálka og hálkublettir allvíða á Suðvesturlandi og á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og hitastig víða komið yfir frostmark. Þæfingur er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Norðausturlandi er færðin svipuð en þæfingsfærð er á Dettifossvegi.

Á Austurlandi er hálka mjög víða en greiðfært með ströndinni sunnan Reyðarfjarðar. Snjóþekja er á Mjóafjarðarheiði. Hálka er í Öræfasveit og á Skeiðarársandi en á Suðurlandi er víða snjór á vegum, hálka eða hálkublettir.

Innlendar Fréttir