4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Vetrarlegt um að litast eftir helgi

Skyldulesning

Nú hefur kólnað talsvert yfir landinu og eru litlar líkur á öðrum eins sumardegi á Austfjörðum þrátt fyrir að veðrið sé í stórum dráttum svipað. Áfram er vestlæg átt og súld eða rigning á vesturhelmingi landsins en þurrt austan til.

Í kvöld og nótt snýst vindur í vestanátt og þá styttir að mestu upp í bili en á morgun er útlit fyrir skúri eða slydduél, einkum eftir hádegi.

Það verður áfram vætusamt sunnan og vestan til á sunnudag en eftir helgina verður vetrarlegt um að litast með hita í kringum frostmark og snjókomu eða slyddu á láglendi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur næstu daga

Suðvestlæg átt 8-13 í dag en hvassara í kringum Tröllaskaga. Rigning með köflum en þurrt á A-landi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast A-til.

Vestlægari vindátt um tíma í nótt og dregur mikið úr úrkomu og kólnar en hægt vaxandi suðvestanátt eftir hádegi og skúrir eða slydduél vestan til. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag (vorjafndægur):

Vestlæg átt 5-13 m/s. Þurrt að mestu um morguninn en súld eða rigning vestan til eftir hádegi. Bætir í úrkomu um kvöldið en lengst af þurrt og bjart á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag:

Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s. Rigning sunnan og vestan til en bjartviðri norðan og austan til. Hiti 2 til 7 stig. Vestlægari og talsverð eða mikil rigning um landið vestanvert um kvöldið og kólnar í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:

Hvöss suðvestanátt með éljum en léttskýjað NA- og A-lands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir stífa suðvestanátt með éljum en austlæga átt og snjókomu um landið norðanvert í fyrstu. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Líkur á norðaustan hvassviðri og snjókomu um landið norðvestanvert en suðvestlægri átt með éljum í öðrum landshlutum, síst þó á Austurlandi. Hiti um og undir frostmarki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir