Vinstri Græn í Hafnarfirði samþykktu framboðslista sinn á félagsfundi í bænum í kvöldi.
Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni er oddviti Hafnarfjarðarlista VG og í öðru sæti listans er Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar.
Anna Sigríður Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari og NPA aðstoðarkona er í þriðja sæti.
Sérstakur gestur fundarins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem fagnaði því að áherslur umhverfis, náttúru og félagslegs jafnaðar væru nú í boði í Hafnarfirði.