6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

„Við áttum von á þessu“

Skyldulesning

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

„Við áttum von á þessu og erum búnir að eiga von á þessu,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, við mbl.is. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.

Eins og fram hef­ur komið hafa þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar ekki verið til taks síðan á miðviku­dag þar sem viðhaldi á vél­un­um hef­ur ekki verið sinnt vegna verk­falls­ins. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra seg­ir að ekki sé hægt að tefla ör­yggi al­menn­ings og sjófar­enda í tví­sýnu.

Samkvæmt frumvarpinu geta flugvirkjar klárað að gera samninga fyrir 4. janúar, annars fer deilan fyrir Gerðardóm, en búist er við því að flugvirkjar hjá Gæslunni snúi aftur til starfa síðar í dag.

Guðmundur segir að samninganefnd flugvirkja hafi í gær lagt fram einfalda uppsetningu af þriggja ára samningi með tengingu við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins en samninganefnd ríkisins hafi hafnað því.

Að hans mati snúist deilan aðeins um eitt af hálfu ríkisins; að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa við aðra samninga flugvirkjafélagsins.

„Við vildum semja til þriggja ára en ríkið til eins árs en við teljum að okkar tillaga hefði skilað meiri festu,“ segir Guðmundur. 

„Við teljum ekki boðlegt fyrir land og þjóð að vera í kjaradeilum á hverju ári með Landhelgisgæslunni og viljum forðast upplausnarástand eins og hefur ríkt síðustu daga.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir