8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

„Við erum ekki að dæma þá sem smitast“

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ljósmynd/Almannavarnir

„Við erum ekki að dæma þá sem smitast,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna þegar hann var spurður um kórónuveirusmit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.

Víðir greindist með Covid-19 í síðustu viku og sagði frá gestkomum á heimili sitt í aðdraganda veikindanna.

Þórólfur sagði mikilvægt að þríeykið og aðrir fylgi þeim reglum og tilmælum sem eru í gildi. „Við reynum eftir bestu getu að fara eftir eigin tillögum,“ sagði Þórólfur og bætti við að óvinurinn væri veiran sjálf. Þríeykið sé mannlegt en geri sitt besta. 

Sóttvarnalæknir segir þríeykið umgangast börn sín og foreldra og veiran geti læðst inn í slíka hópa. Ekki sé verið að hvetja fólk til að sitja inni og hitta ekki nokkurn mann, þá væri útgöngubann í gildi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir