„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp“ – DV

0
154

Hörður Björgvin Magnússon segir að leikmenn íslenska landsliðsins muni ekki dvelja lengi við slæmt 3-0 tap gegn Bosníu-Hersegóvínu í kvöld.

Liðin mættust í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 og varð slæmt tap niðurstaðan.

„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp,“ segir Hörður.

Varnarlína Íslands var alls ekki upp á marga fiska í leiknum í kvöld.

„Við vorum of langt frá leikmönnum. Við fengum þrjú mörk á okkur en þegar maður lítur á þessi mörk þá eru þetta tvö heppnismörk.

Liðið í heild átti ekki sinn besta leik. Við pressuðum þá ekki nógu vel, gerðum það ekki eins og við vildum.“

Það er leikur gegn Liechtenstein strax á sunnudag og ætla strákarnir ekki að dvelja við þennan leik.

„Við erum mjög svekktir en það þýðir ekki að hengja haus. Það er allt hægt í þessum riðli. Við þurfum bara að hugsa um okkur.

Við þurfum bara að jarða þá heima hjá okkur.“