0 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

„Við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi“

Skyldulesning

Valur tekur á móti Glasgow City í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Elísa Viðarsdóttir leikmaður Vals var í viðtali á Facebook síðu Vals Fótbolta í kvöld.

Elísa segir mikil forréttindi að fá að taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar. „Við viljum komast sem lengst í þessari keppni, fyrir okkur, fyrir Val og fyrir kvennabolta á Íslandi.“

Elísa segir hópinn á góðum stað þrátt fyrir langt tímabil. „Við erum búnar að vera mjög faglegar hingað til. Þetta er búið að vera mjög langt tímabil og eðlilega er komin þreyta í mannskapinn. Við erum vel þjálfaðar í því að kippa hvor annarri niður á jörðina, kíkja á dagatalið og benda á að það sé stutt í jólin. Við látum þetta ekkert á okkur fá þó þetta sé búið að vera langt og strembið.“

Sigursælt lið

Glagow fór í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og þær eru sigursælar í heimalandinu. „Þetta er þrælgott lið enda búnar að vinna skosku deildina að ég held 12 ár í röð. Það þarf þrekvirki til þess, sama hversu gott liðið er, þá þarf alltaf einbeitingu til að fara inn í næsta tímabil og sigra, það eitt segir mjög mikið um þetta lið,“ segir Elísa.

Eigum að berjast á alþjóðlegum grundvelli

Að lokum var Elísa með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. „Ég vona að allir gefi sér tíma til að horfa á þennan leik. Vonandi getum við sýnt öllum hvað íslenskur kvennabolti er kominn langt og hvað við erum gott lið. Við erum lið sem á að berjast á alþjóðlegum grundvelli og við getum sett þá pressu á okkur að við eigum að vera að berjast við þessi lið. Ég hlakka til að etja kappi við þær skosku og sýna fólki hversu nálægt alþjóðlegum fótbolta og hversu langt við eru í rauninni komnar.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Valskonur taka á móti Glasgow City í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu.


Elísa Viðars gaf sér tíma og ræddi við ValFótbolta um leikinn og undirbúning.

Áfram Valur!


Posted by Valur Fótbolti on Þriðjudagur, 17. nóvember 2020

Innlendar Fréttir