Viðar Örn Kjartansson, var í byrjunarliði Valerenga og spilaði allan leikinn er liðið vann 1-0 sigur á Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Matthías Vilhjálmsson var á meðal varamanna Valerenga og kom ekki við sögu í leiknum.
Aron Doennum, leikmaður Valerenga, skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og tryggði liðinu sinn fjórtanda sigur á tímabilinu.
Valerenga nær með sigrinum að breikka bilið milli sín og Rosenborg, liðið er í 3. sæti deildarinnar með 48 stig. Rosenborg sem vann norsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili hefur ekki staðið undir væntingum á þessu tímabili og situr í 4. sæti deildarinnar með 45 stig.
Valerenga 1 – 0 Rosenborg
1-0 Aron Doennum (’76)
Rautt spjald: Dino Islamovic, Rosenborg (’45)