6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Viðbragðsáætlun virkjuð vegna kuldakasts – Þetta þarftu að gera

Skyldulesning

Veitur sendu í morgun út tölvupóst til viðskiptavina sinna þar sem biðlað er til þeirra að fara vel með heita vatnið næstu daga til að nægt vatn sé til að hita hús landsmanna. Í póstinum kemur fram að næstu daga stefnir í eitt mesta kuldakast á suðvesturhorni landsins síðan árið 2013 þess vegna hafi Veitur virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar.

Sjá leiðbeiningar frá Veitum hér að neðan:

Sé tekið mið af spálíkönum, sem nýta veðurspár til að áætla notkun, er útlit fyrir að hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu fari að þolmörkum á föstudag og fram yfir helgi.

Um 90% af hitaveituvatni er notað til húshitunar og því skiptir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta á það sem best.

Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi:

-Hafa glugga lokaða

-Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur

-Láta ekki renna í heita potta

-Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan

-Varast að byrgja ofna, t.d. með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum

-Minnka þrýsting á snjóbræðslukerfum

Í tilkynningunni er höfðað til landsmanna um að nú reyni enn og aftur á samstöðu. „Mikilvægt er að hafa í huga að þeir köldu dagar sem við höfum upplifað undanfarið hafa verið í hæglátu veðri. Nú er hins vegar útlit fyrir töluverðan vind sem veldur mikilli kælingu ofan á það frost sem er í kortunum. Heita vatnið er sameiginleg auðlind okkar allra og með samstilltu átaki viðskiptavina má minnka notkun þannig að hitaveitan standist álagið sem kuldakastið veldur,“ segir enn fremur.

Auk þess er bennt á að  á vef Veitna er að finna fleiri góð ráð um hvernig nýta má þá dýrmætu auðlind sem heita vatnið er sem best – https://www.veitur.is/hollrad-um-heitt-vatn

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir