0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Viðbrögð fylgdu spám og líkönum

Skyldulesning

Dælustöð Veitna við borholu á Reykjum í Mosfellsbænum.

Dælustöð Veitna við borholu á Reykjum í Mosfellsbænum.

mbl.is/Sigurður Bogi

„Aðgerðir voru í samræmi við veðurspár og þau líkön um orkunotkun sem starfsemin er keyrð samkvæmt. Ég tel viðbrögð okkar hafa verið á réttri línu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.

Veðurspár í síðustu viku gerðu ráð fyrir að á höfuðborgarsvæðinu yrði allt að 12 stiga frost, að viðbættri vindkælingu. Þessar spár gengu ekki eftir og frostið fimmtudag til laugardags var 3,5-4 gráðum minna en búist var við. Óttast var að ekki tækist að anna eftirspurn eftir heitu vatni sem fengið er úr Mosfellsbæ, tveimur borholum innanbæjar í Reykjavík, frá Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Á síðastnefnda staðnum hafi framleiðslugeta nýlega verið efld með stækkun í Mosfellsbæ. Með því meðal annars hafi aukinni eftirspurn eftir heitu vatni verið svarað. Erlendar rannsóknir sýni að með lengri dvöl fólks í heimaranni á tímum Covid-19 þurfi meiri upphitun og hjá Veitum sé aukningin í ár um 11%.

„Almenningur brást vel við kalli okkar og nýting á vatni var alveg innan þess sem Veitur ráða við. Í kuldakastinu var mest verið að nota um 15.000 rúmmetra af vatni á klukkustund. Það er svipað og Laugardalslaugin sé fyllt 10 sinnum. Reyndar þarf alltaf að nýta heita vatnið skynsamlega, rétt eins og aðrar auðlindir,“ segir Ólöf. sbs@mbl.is

Innlendar Fréttir