10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Viðbrögð við hernaði.

Skyldulesning

Mig minnir að það hafi verið skáldið Mark Twain,sem hét raunar Samuel Langhorne Clemens eins og mig minnir líka, sem sagði að bankarnir væru stofnanir sem byðu fólki regnhlífar þegar sólin skini, en tækju þær til baka þegar byrjaði að rigna.

Leiðtogar Vesturlanda hafa verið á stöðugum fundum með Pútín vegna Úkraínu og á sama tíma sent herlið til nágrannalanda Úkraínu en varað sig á að senda engan soldáta þangað. Þá hafa Vesturlönd jafnframt sent aragrúa vopna til Kænugarðs í Úkraínu. Ljóst er að herliðið sem sent hefur verið til vestur og norðurhluta landamæra Úkraínu er ekki þangað komið til að berjast og satt að segja veit engin hvaða hlutverk það hefur. 

Þetta er ekkert ólíkt því þegar maður kvartar yfir því að þakið leki, að senda til hans bala.

Engum dettur í hug,þrátt fyrir yfirlýsingar vestrænna leiðtoga, að þeir veiti Úkraínu aðstoð. 

Ef til vill er því miður svo komið, að Vesturlönd eru orðin of feit til að hlaupa og slást. Þá er ekkert annað í boði en að brosa og taka því sem árásaraðilanum dettur í hug. 

Þessar staðreyndir ættu að vera ástæða til að harmi þrungnir utanríkisráðherrar Vesturlanda hittist til að tala af alvöru um eigin stöðu og viðbrögð við árás komi til hennar. Það er greinilega ekki seinna vænna.


Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:06 |

« Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir