4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Víðir einkennalaus með frúnni

Skyldulesning

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Heilsan er bara góð. Ég er einkennalaus,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, við mbl.is. Hann hefur greinst með Covid-19 en hafði verið í sóttkví frá mánudegi.

Víðir hefur verið fremstur í flokki í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir sitt smit sýna hversu lúmsk veiran er. Því hafi hann hamrað á síðan í febrúar.

„Í mínu tilfelli finnum við ekki hvaðan við fengum þetta smit. Við hjónin erum með þetta og það er búin að vera mikil smitrakning og skimun mikið í kringum okkur en það finnst ekkert,“ segir Víðir en hann fór í sóttkví á mánudag eftir að smit greindist í nærumhverfi hans.

„Við erum í samskiptum við mjög fáa og þetta kemur væntanlega einhvers staðar þar sem er einhver snertiflötur.“

Víðir segir engan á leið í sóttkví vegna hans en allur hópurinn í kringum þríeykið svokallaða var skimaður þegar hann fór í sóttkví á mánudag. 

„Það voru allir neikvæðir og verða líklega skimaðir aftur.“

Víðir dvaldi á hóteli í sóttkví á mánudag en er nú kominn til síns heima vegna þess að eiginkona hans er einnig smituð. Dóttir þeirra hjóna er hins vegar í sóttkví á hóteli.

„Við hjónin erum í einangrun heima en dóttir okkar er í sóttkví á hóteli. Það var gott að komast heim þó það hafi ekki verið ástæðan sem maður vildi,“ segir Víðir sem kveðst ætla að vinna eins og hann geti í fjarvinnu á meðan hann er einkennalaus og hefur heilsu til.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir