4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Víðir kominn heim eftir rannsóknir á spítala

Skyldulesning

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn var kallaður á göngudeild Landspítala með Covid-19 þar sem gerðar voru rannsóknir og ástand hans metið. Rannsóknum er nú lokið og Víðir snúinn aftur heim.

Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is

„Hann er með íferð í lungunum, eins og það er kallað. Þetta er bara það sama og margir Covid-sjúklingar hafa glímt við,“ segir Rögnvaldur.

Veikindi Víðis eru ekki talin lífshættuleg.

Fréttin verður uppfærð

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir