5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Víðir kominn með Covid-19

Skyldulesning

Innlent

Víðir Reynisson verður í einangrun næstu fjórtán dagana eða svo. Honum líður ágætlega eftir því sem fram kemur í tilkynningu almannavarna.
Víðir Reynisson verður í einangrun næstu fjórtán dagana eða svo. Honum líður ágætlega eftir því sem fram kemur í tilkynningu almannavarna.
Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þar segir að smit hafi komið upp í nærumhverfi hans síðdegis á mánudag og í kjölfarið hafi hann farið í sóttkví. Jafnframt fór hann og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í sýnatöku. 

Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld.

Víðir fór aftur í sýnatöku í dag og reyndist sýni frá honum jákvætt. Hann finnur ekki fyrir einkennum og er kominn í einangrun. 

„Í ljósi þess að sýni frá Víði reyndist neikvætt á mánudag þykir ekki ástæða til þess að hans nánasta samstarfsfólk fari í sóttkví,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum.


Tengdar fréttir


Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans.


Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir