-2 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Víðir leggur til að Lars Lagerback taki við karla og kvennalandsliði Íslands

Skyldulesning

Knattspyrnusamband Íslands þarf nú að fara að vinna landsliðsþjálfara karla og kvenna á næstu dögum. Óvíst er hvað tekur við en Jóni Þóri Haukssyni verður vikið úr starfi í dag eftir uppákomuna í síðustu viku.

Erik Hamren lét af störfum eftir að hafa mistekist að koma íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Víðir Sigurðsson einn reyndasti fréttamaður landsins virðist hafa fundið lausn á málum.

Lars Lagerback er sterklega orðaður við karlaliðið eftir að hafa verið rekinn frá Noregi, Lars lét af störfum eftir fyrsta stórmót Íslands árið 2016. „Þegar mál­in voru rædd við eld­hús­borðið heima lagði betri helm­ing­ur­inn til að Lars yrði ráðinn aft­ur til KSÍ en núna sem þjálf­ari kvenna­landsliðsins,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.

„Ég fór með kvenna­landsliðinu á EM 2013 í Svíþjóð þar sem Lars mætti óvænt á svæðið og fór að bera tösk­ur, stilla upp keil­um og aðstoða Sigga Ragga, þáver­andi þjálf­ara, á æf­ing­um.“

Víðir segir að í karlalandsliðinu vilji menn fá Lagerback aftur „heim“. „Reynsla og skipu­lag Sví­ans myndi svo sann­ar­lega koma að not­um á ný og heyrst hef­ur að „gamla gengið“ í karlaliðinu hafi þegar kallað eft­ir því að fá Lars aft­ur til Íslands.

Víðir leggur svo til að Lagerback taki við karla og kvennalandsliðinu með framtíðar landsliðsþjálfara með sér. „Því ekki að freista þess að ráða hann aft­ur til tveggja ára, nú sem yfirþjálf­ara beggja landsliðanna? Með framtíðarþjálf­ara beggja liða sér við hlið í tvö ár? Við höf­um ágæt­is­reynslu af slíku fyr­ir­komu­lagi,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Innlendar Fréttir