Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.
Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Hann smitaðist af kórónuveirunni í lok nóvember og veiktist illa en snýr nú aftur á upplýsingafundinn í dag eftir nokkurt hlé.
Gestir fundarins verða Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.