3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Víðir snýr líklega ekki aftur fyrr en 2021

Skyldulesning

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum losnaði úr einangrun í vikunni en hann smitaðist af kórónuveirunni í lok nóvember og veiktist illa. Víðir er enn að jafna sig eftir veikindin og ekki er útlit fyrir að hann mæti aftur til vinnu fyrr en eftir áramót. 

Þetta kom fram í svari Rögnvalds Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns við spurningu blaðamans á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis í dag. 

Eins og áður hefur verið greint frá fékk Víðir lungnabólgu. Hann fór í rannsóknir á Landspítala í byrjun desember. 

„Hann losnaði úr einangrun núna í vikunni en hann er enn þá að jafna sig,“ sagði Rögnvaldur. 

„ Hann kemur ekki til starfa alveg strax og eins og staðan er núna þá verður það trúlega ekki fyrr en eftir áramót. Við metum það bara eftir helgina en hann er alla vega ekki kominn með fulla starfsorku enn þá. Við sjáum bara hvernig það fer.“

Innlendar Fréttir