5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Viðskiptavinir Eldum rétt geta keypt Góðgerðarpakka fyrir jólin

Skyldulesning

Fyrirtækið Eldum rétt hefur sett í sölu Góðgerðarpakka til styrktar Mæðrastyrksnefnd, en hver pakki inniheldur hamborgarhrygg og meðlæti sem miðast við 6 – 8 manns. Viðskiptavinir fyrirtækisins geta þannig lagt sitt af mörkum fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðina og kostar hver pakki kr. 8.990.

Fullt verð á svokölluðum Hátíðarhryggspökkum frá Eldum rétt sem innihalda sama hráefni og Góðgerðarpakkarnir er kr. 12.990  en fyrirtækið borgar kr. 4000 með hverjum Góðgerðarpakka.

„Við ætlum svo sjálf að gefa 100 fjölskyldum pakka til fyrir jólin og vonumst til þess að fleiri sjái sér fært að taka þátt í þessu með okkur með kaupum á Góðgerðarpökkunum. Það eru margir þarna úti sem hafa ekki mikið á milli handanna og þurfa á aðstoð að halda og það er til dæmis á tímum sem þessum að það sýnir sig að oft getur verið sælla að gefa en þiggja. Ekki bara sælt heldur getur það líka verið hreinlega nauðsynlegt en þetta ár hefur einmitt verið mörgum erfitt og því um að gera að létta undir með þeim einstaklingum,“  segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, markaðsstjóri Eldum rétt.

Hægt er að panta alla matarpakka inni á heimasíðu Eldum rétt – www.eldumrett.is eða í appinu. Pantanir vegna pakka sem eiga að berast fyrir jól, þar á meðal Góðgerðarpakka,  verða að vera gerðar í síðasta lagi fyrir miðnætti 16. desember.

Innlendar Fréttir