3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Viðtalið við Raiola í heild sem gerði stuðningsmenn United brjálaða í gær

Skyldulesning

Mino Raiola umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United segir að skjólstæðingur sinn vilji burt frá félaginu. Ekki í fyrsta og líklega ekki í síðasta sinn sem umboðsmaðurinn greinir frá því. Ummælin féllu í gær í viðtali við Tuttosport

Pogba skoraði í sigri gegn West Ham um liðna helgi en í dag mætir liðið Leipzig í úrslitaleik um að komast áfram í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn United eru brjálaðir yfir tímasetningunni á ummælum Raiola.

Hér að neðan eru ummæli Raiola í heild.

Ummæli Raiola:


Þetta er búið hjá Pogba og Manchester United

Það er tilgangslaust að tala í kringum þetta, það er betra að tala beint og eyða ekki tíma í sögusagnir. Paul er ósáttur hjá Manchester United, hann getur ekki lengur notið sín eins og hann vill og kröfur eru gerðar til hans.

Hann verður að fá nýtt lið, hann verður að fá frískt loft. Hann er með samning í 18 mánuði en það er best að hann verði seldur strax í næsta glugga.

Starfsfólkið á Old Trafford sem við eigum í frábæru sambandi veit að annars er hætta á að hann fari frítt. Leikmaðurinn vill ekki framlengja samninginn.

Ef einhver skilur þetta ekki, þá skilur hann afskaplega lítið um fótbolta. Látið þá bara kenna mér um ef Paul fer.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir