9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Viðurkenna mistök – „Leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19“

Skyldulesning

Þróttur varð í gær Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik, fór leikurinn fram í Egilshöll.

Reykjavíkurmótið er elsta knattspyrnumót landsins en Þróttur vann 6-1 sigur á grönnum sínum. Þegar liðið hafði fagnað og var að undirbúa sig undir það að taka á móti verðlaunum runnu tvær grímur á fólk. Enginn frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur (KRR) sem heldur utan um mótið var mættur á svæðið.

Hefur málið vakið mikla athygli en KRR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „ Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins,“ segir meðal annars.

Yfirlýsing KRR.

Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins.

Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin.

Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt.

Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki.

Virðingarfyllst,

f.h. KRR

Steinn Halldórsson

Formaður

Jónas Sigurðsson

Formaður mótanefndar

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir