9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Viðurkennir að það gætu hafa verið mistök að fá Ramos

Skyldulesning

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá Paris Saint-Germain, viðurkennir að það gætu hafa verið mistök að fá Sergio Ramos til félagsins í sumar.

Hinn 35 ára gamli Ramos kom til PSG á frjálsri sölu frá Real Madrid.

Miðvörðurinn hefur aðeins leikið fimm leiki fyrir Parísarliðið það sem af er og verið mikið meiddur.

,,Því miður þá hefur þetta ekki verið eins og við ímynduðum okkur. Þetta er erfitt fyrir hann og fyrir alla,“ sagði Leonardo.

,,Þegar hann spilar ekki er erfitt að vera leiðtogi. Við þurfum þó að bíða aðeins með fullyrðingarnar því tímabilinu er ekki lokið.“

,,Ég er samt ekki hræddur við að taka ábyrgð á mistökum þegar ég geri þau.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir